1889

Ísafold, 31. júlí 1889, 16. árg., 61. tbl., 242:

Aðalpóstleið um Húnavatnssýslu
Rúmið leyfir ekki að fara nema sem styst yfir með lagfæringar á skekkjum þeim og missögnum, er síra St. M. Jónsson á Auðkúlu kemur með í hinu langa svari sínu í Ísaf. XVI, 16. Sleppi ég þá fyrst ýmsum villum í samanburðinum á vega-lengd og vega-stefnu á þeim tveimur póstleiðum, er hvor okkar heldur fram (ég í Ísaf. XV. 59-60), en vík mér að því sem hann segir um vegagjörð í Svínavatnshreppi. Vil ég þá spyrja; hvar á að taka grjót og möl í veg yfir alla Búrfellsflóana utan frá Skóg og fram að Sólheimatungum? Þegar þangað kemur er að vísu á nokkrum stöðum holt og börð, nokkru ofar en prestur ætlast til að vegurinn liggi; þó er enn víða á allri leiðinni fram að Blöndu ekki neitt vegarefni að sjá ofanjarðar. Það er því öllum auðsætt, jafnvel eftir orðum prestsins sjálfs, að vegur þar fremra hlyti að verða miklu dýrari, þar sem aldrei hefir nett verði gjört að vegi, og allt efni, grjót og möl þarf að flytja að máske um lengri veg allvíða, heldur en á ytri leiðinni, sem þegar er nálega búið að leggja veg alla leiðina, og þó hann þurfi óneytanlega víða endurbóta við, álít ég þá byrjun, sem komin er, góðan styrk, einkum þar sem nægilegt byggingarefni er við höndina. Flestum mun skiljast, sem séð hafa vandaða vegagjörð, að erfiðara er að byggja vegi á blautum jarðvegi en þurrum og hörðum, eikum ef landslagi hagar þá líka svo, að vegurinn liggur með fram hlíðarhalla; er honum meiri hætta búin af vatnsrennsli þegar jarðvegurinn er blautur og moldarkenndur. Prestur hefir getið þess, að öllum sé innrætt að vilja heldur hafa hag en halla. Því skyldi þá landssjóður ekki vilja spara nokkur þúsund krónur með því að nota bæði það sem búið er að gjöra og sneiða hjá óþarflega dýrri vegagjörð?
Prestur segir: "Mikill hluti af veginum hans er nú líka í Svínavatnshreppi". Þetta virðist vera helst til persónulegt, eins og margt fleira, því það er ekki ég einn, sem held fram ytri leiðinni, heldur eru það allir sýslubúar, sýslunefnd og amtsráð, nema Svínvetningar einir. Hvort þessi sögn prests er af ókunnugleika eða einhverju öðru, skal ég engum getum að leiða; það sjá allir, er líta vilja á uppdrátt Ísl., að þetta eru fjarmæli ein.
Enn fremur segi prestur: "en þegar hún var byggð" (Tindabrúin) "mun hafa ráðið mestu, að þá bjó sýslumaður Húnvetninga í Langadal og eini kaupstaður sýslunnar Skagaströnd, svo margir áttu leið þarna um". Mig getur eigi annað en furðað stórlega að annar eins maður og prestur er, skuli láta sér detta í hug að bera aðra eins fjarstæðu og þessa á borð fyrir almenning í velferðarmáli þjóðarinnar. Ég leyfi mér að spyrja prest: Hverjir Húnvetningar notuðu helst þennan veg fyrir verslunarleið á Skagaströnd?
"Þá eru farartálmarnir", segir presturinn. Hann segir að ég telji þá á fremri leiðinni "stafa af ótryggum ferjustað hjá Löngumýri" - það er satt. Tunguferju nefni ég ekki, sem ekki er von, því hún er engin til - "af Svartá sem sé oft ófær fyrir flóði, ruðning og vaðleysur". Þetta eru ekki orð mín rétt tilfærð. Ég sagði "að Svartá þætti oft ógreið yfirferðar, að undir eins og hún yxi að mun yrði hún al-ófær þar ytra (út undir ármótum), og að ekkert þrautavað væri á henni utar en svo kallað Brúnarvað". Þetta sem ég sagði, telur prestur "stóra sannleikann (!)" En hvernig tekst honum að hrekja orð mín þessu viðvíkjandi? Hann segist ekki neita því að það kunni að geta átt sér stað, að óferjandi verði á Ásmundarhyl þegar ferjandi sé á Holtastöðum". Er það enginn faratálmi að menn komast alls ekki leiðar sinnar? Prestur segir og "að Svartá verði of mikil til, að ríða hana". Máske hann telji það engan farartálma, þótt sú á verði eigi riðin, sem engan ferjustað hefir? Hvernig skyldi pósturinn og aðrir ferðamenn þá eiga að komast áfram leiðar sinnar? Hvort mun prestur heldur ætla þeim að neyta sunds eða flugs yfir ána? Að ekki sé hægt að komast yfir ár tel ég faratálma og það tel ég, þó þær séu eigi ávallt ófærar.
Prestur telur það ferjustað á Holtastöðum til ógildis, að áin sé þar lygn. Það er skrýtin ályktun; eða máske hann vilji hafa ferjustað þar sem kaststrengur er? Og þar sem prestur kemst að þeirri niðurstöðu, að Blanda, sem eftir hans sögn er lygn í Langadal, leggi upp meiri ruðning á bakka sína en Svartá, sem er miklu straumharðari, þá er þetta sú ályktun, sem fáum mun skiljast að rétt geti verið. Því lygnari sem áin er því sjaldnar ryður hún sig; því strengri sem hún er, því oftar ryður hún sig og hlýtur að leggja upp meiri ruðning á bakka sína. Vöðin segir hann mörg fremra t. d. Móvað, Strengjavað og Tunguvað. Móvað er nú ekki til, þó það áður hafi verið, og um Tunguvað - sem prestur nefnir svo - og Strengjavað er það að segja, að þau eru á grjóthryggjum, sem áin hefir borið í sig, en sem hún getur hæglega sópað burt þegar minnst varir.
Þá segir prestur, að ekkert vað sé til á Blöndu í Langadal fyr en fyrir utan Geitaskarð. Reyndar eru mörg vöð í Lagnadal. þó ég ekki hirði að telja þau upp, því ég álít þau málinu óviðkomandi; ég skal einungis geta þess, að þau nær 10 ár sem ég hefi verið í Langadal, hefir oftast verið vað rétt við ferjustaðinn á Holtastöðum, og var það í fyrra álitið eitthvert besta vað á Blöndu næst Hrafnseyrarvaði.
Prestur telur það sönnun fyrir, hvað Svartá verði sjaldan ófær, að hann aðeins einu sinni, tepptist við hana í 10 ár, sem hann þjónaði Bergstaðaprestakalli; en þetta álít ég enga sönnun, því ekki þurfti prestur yfir Svará að sækja á annexíuna að Bólstaðarhlíð og aukaverk munu oftast látin bíða eftir bestu hentugleikum; það sanna er, að Svartá verður árlega ófær, og það oftar en einu sinni, bæði fyrir flóð að vorinu og ruðninga að vetrinum. Síðastliðin 2 vor haf búendur í Bólstaðarhlíðarhreppi vestan Svartár ekki getað vegna flóðs í henni sótt manntalsþing að Bólstaðarhl., og oftar en einu sinni hefir það borið við, að ferðamenn hafi teppst milli Svartár og Blöndu, og fæ ég ekki skilið, að slíkt hið sama geti ekki komið fyrir póstinn líka.
Hvar eru þrautavöð þau á Svartá af Finnstungueyrum, sem prestur talar um? Ég hefi aldrei heyrt getið um eða þekkt þar nokkurt vað, og efast því um, að það sé til. Hvers vegna studdi prestur að því, að kláfur kæmist á Svartá? Og hvers vegna álítur hann tilvinnandi að hafa ferju á henni? Því getur enginn neitað, að það virðist skrýtin ályktun hjá presti, eins og fleira að vilja spara pósti peninga með því að ætla honum ekki að fara á ferju yfir Blöndu á Holtastöðum, en það finnst honum ekki mikið til um þó póstur fari á ferju yfir Blöndu fremra; hann telur ekki eftir honum að fara Svartá á ferju líka og það fram í Svartárdal. Já, hann telur ekki eftir ferðamönnum að kaupa 2 ferjur á fremri leiðinni, og fá 2 erfið sund fyrir skepnur sínar, ef svo ber undir, en 1 ferja og 1 hægt sund á ytri leiðinni þykir presti of kostnaðarsamt og erfitt!
Þegar prestur fer að tala um Hlíðará og svellbunkana í Hlíðarklifi, þá skil ég ekki hvað hann vill sanna, því ég veit ekki betur en, að póstur hljóti að fara yfir Hlíðará, hvora leiðina sem vegur yrði lagður, og komist póstur yfir Svartá fyrir framan Hlíðarklif til að fara fremri leiðina, skilst mér hann muni eins komast yfir hana til að fara ytri leiðina.
Yfir höfuð verð ég að álíta að prestinum hefi mjög illa tekist að hrekja það, að farartálmar séu á fremri leiðinni; enda er það eðlilegt, því þessu getur enginn neitað. En sá farartálminn, sem hann virðist leggja mesta áherslu á, að sé á yrti leiðinni en ekki þeirri fremri, sem sé krókurinn, hann á í rauninni fremur við fram frá, ef nokkuð er.
Um leið og ég skilst við mál þetta, vil ég geta þess, að ég er fús að hlíta áliti skynsamra óvilhallra manna um það, hvor okkar síra St. hafi réttara fyrir sér, hvað málefnið snertir, en undir aðra eins sleggjudóma og mér finnst honum hafi þóknast að leggja á mig, gef ég mig alls ekki.
Gunnsteinsstöðum, 23. mars 1889.
P. Pétursson.


Ísafold, 31. júlí 1889, 16. árg., 61. tbl., 242:

Aðalpóstleið um Húnavatnssýslu
Rúmið leyfir ekki að fara nema sem styst yfir með lagfæringar á skekkjum þeim og missögnum, er síra St. M. Jónsson á Auðkúlu kemur með í hinu langa svari sínu í Ísaf. XVI, 16. Sleppi ég þá fyrst ýmsum villum í samanburðinum á vega-lengd og vega-stefnu á þeim tveimur póstleiðum, er hvor okkar heldur fram (ég í Ísaf. XV. 59-60), en vík mér að því sem hann segir um vegagjörð í Svínavatnshreppi. Vil ég þá spyrja; hvar á að taka grjót og möl í veg yfir alla Búrfellsflóana utan frá Skóg og fram að Sólheimatungum? Þegar þangað kemur er að vísu á nokkrum stöðum holt og börð, nokkru ofar en prestur ætlast til að vegurinn liggi; þó er enn víða á allri leiðinni fram að Blöndu ekki neitt vegarefni að sjá ofanjarðar. Það er því öllum auðsætt, jafnvel eftir orðum prestsins sjálfs, að vegur þar fremra hlyti að verða miklu dýrari, þar sem aldrei hefir nett verði gjört að vegi, og allt efni, grjót og möl þarf að flytja að máske um lengri veg allvíða, heldur en á ytri leiðinni, sem þegar er nálega búið að leggja veg alla leiðina, og þó hann þurfi óneytanlega víða endurbóta við, álít ég þá byrjun, sem komin er, góðan styrk, einkum þar sem nægilegt byggingarefni er við höndina. Flestum mun skiljast, sem séð hafa vandaða vegagjörð, að erfiðara er að byggja vegi á blautum jarðvegi en þurrum og hörðum, eikum ef landslagi hagar þá líka svo, að vegurinn liggur með fram hlíðarhalla; er honum meiri hætta búin af vatnsrennsli þegar jarðvegurinn er blautur og moldarkenndur. Prestur hefir getið þess, að öllum sé innrætt að vilja heldur hafa hag en halla. Því skyldi þá landssjóður ekki vilja spara nokkur þúsund krónur með því að nota bæði það sem búið er að gjöra og sneiða hjá óþarflega dýrri vegagjörð?
Prestur segir: "Mikill hluti af veginum hans er nú líka í Svínavatnshreppi". Þetta virðist vera helst til persónulegt, eins og margt fleira, því það er ekki ég einn, sem held fram ytri leiðinni, heldur eru það allir sýslubúar, sýslunefnd og amtsráð, nema Svínvetningar einir. Hvort þessi sögn prests er af ókunnugleika eða einhverju öðru, skal ég engum getum að leiða; það sjá allir, er líta vilja á uppdrátt Ísl., að þetta eru fjarmæli ein.
Enn fremur segi prestur: "en þegar hún var byggð" (Tindabrúin) "mun hafa ráðið mestu, að þá bjó sýslumaður Húnvetninga í Langadal og eini kaupstaður sýslunnar Skagaströnd, svo margir áttu leið þarna um". Mig getur eigi annað en furðað stórlega að annar eins maður og prestur er, skuli láta sér detta í hug að bera aðra eins fjarstæðu og þessa á borð fyrir almenning í velferðarmáli þjóðarinnar. Ég leyfi mér að spyrja prest: Hverjir Húnvetningar notuðu helst þennan veg fyrir verslunarleið á Skagaströnd?
"Þá eru farartálmarnir", segir presturinn. Hann segir að ég telji þá á fremri leiðinni "stafa af ótryggum ferjustað hjá Löngumýri" - það er satt. Tunguferju nefni ég ekki, sem ekki er von, því hún er engin til - "af Svartá sem sé oft ófær fyrir flóði, ruðning og vaðleysur". Þetta eru ekki orð mín rétt tilfærð. Ég sagði "að Svartá þætti oft ógreið yfirferðar, að undir eins og hún yxi að mun yrði hún al-ófær þar ytra (út undir ármótum), og að ekkert þrautavað væri á henni utar en svo kallað Brúnarvað". Þetta sem ég sagði, telur prestur "stóra sannleikann (!)" En hvernig tekst honum að hrekja orð mín þessu viðvíkjandi? Hann segist ekki neita því að það kunni að geta átt sér stað, að óferjandi verði á Ásmundarhyl þegar ferjandi sé á Holtastöðum". Er það enginn faratálmi að menn komast alls ekki leiðar sinnar? Prestur segir og "að Svartá verði of mikil til, að ríða hana". Máske hann telji það engan farartálma, þótt sú á verði eigi riðin, sem engan ferjustað hefir? Hvernig skyldi pósturinn og aðrir ferðamenn þá eiga að komast áfram leiðar sinnar? Hvort mun prestur heldur ætla þeim að neyta sunds eða flugs yfir ána? Að ekki sé hægt að komast yfir ár tel ég faratálma og það tel ég, þó þær séu eigi ávallt ófærar.
Prestur telur það ferjustað á Holtastöðum til ógildis, að áin sé þar lygn. Það er skrýtin ályktun; eða máske hann vilji hafa ferjustað þar sem kaststrengur er? Og þar sem prestur kemst að þeirri niðurstöðu, að Blanda, sem eftir hans sögn er lygn í Langadal, leggi upp meiri ruðning á bakka sína en Svartá, sem er miklu straumharðari, þá er þetta sú ályktun, sem fáum mun skiljast að rétt geti verið. Því lygnari sem áin er því sjaldnar ryður hún sig; því strengri sem hún er, því oftar ryður hún sig og hlýtur að leggja upp meiri ruðning á bakka sína. Vöðin segir hann mörg fremra t. d. Móvað, Strengjavað og Tunguvað. Móvað er nú ekki til, þó það áður hafi verið, og um Tunguvað - sem prestur nefnir svo - og Strengjavað er það að segja, að þau eru á grjóthryggjum, sem áin hefir borið í sig, en sem hún getur hæglega sópað burt þegar minnst varir.
Þá segir prestur, að ekkert vað sé til á Blöndu í Langadal fyr en fyrir utan Geitaskarð. Reyndar eru mörg vöð í Lagnadal. þó ég ekki hirði að telja þau upp, því ég álít þau málinu óviðkomandi; ég skal einungis geta þess, að þau nær 10 ár sem ég hefi verið í Langadal, hefir oftast verið vað rétt við ferjustaðinn á Holtastöðum, og var það í fyrra álitið eitthvert besta vað á Blöndu næst Hrafnseyrarvaði.
Prestur telur það sönnun fyrir, hvað Svartá verði sjaldan ófær, að hann aðeins einu sinni, tepptist við hana í 10 ár, sem hann þjónaði Bergstaðaprestakalli; en þetta álít ég enga sönnun, því ekki þurfti prestur yfir Svará að sækja á annexíuna að Bólstaðarhlíð og aukaverk munu oftast látin bíða eftir bestu hentugleikum; það sanna er, að Svartá verður árlega ófær, og það oftar en einu sinni, bæði fyrir flóð að vorinu og ruðninga að vetrinum. Síðastliðin 2 vor haf búendur í Bólstaðarhlíðarhreppi vestan Svartár ekki getað vegna flóðs í henni sótt manntalsþing að Bólstaðarhl., og oftar en einu sinni hefir það borið við, að ferðamenn hafi teppst milli Svartár og Blöndu, og fæ ég ekki skilið, að slíkt hið sama geti ekki komið fyrir póstinn líka.
Hvar eru þrautavöð þau á Svartá af Finnstungueyrum, sem prestur talar um? Ég hefi aldrei heyrt getið um eða þekkt þar nokkurt vað, og efast því um, að það sé til. Hvers vegna studdi prestur að því, að kláfur kæmist á Svartá? Og hvers vegna álítur hann tilvinnandi að hafa ferju á henni? Því getur enginn neitað, að það virðist skrýtin ályktun hjá presti, eins og fleira að vilja spara pósti peninga með því að ætla honum ekki að fara á ferju yfir Blöndu á Holtastöðum, en það finnst honum ekki mikið til um þó póstur fari á ferju yfir Blöndu fremra; hann telur ekki eftir honum að fara Svartá á ferju líka og það fram í Svartárdal. Já, hann telur ekki eftir ferðamönnum að kaupa 2 ferjur á fremri leiðinni, og fá 2 erfið sund fyrir skepnur sínar, ef svo ber undir, en 1 ferja og 1 hægt sund á ytri leiðinni þykir presti of kostnaðarsamt og erfitt!
Þegar prestur fer að tala um Hlíðará og svellbunkana í Hlíðarklifi, þá skil ég ekki hvað hann vill sanna, því ég veit ekki betur en, að póstur hljóti að fara yfir Hlíðará, hvora leiðina sem vegur yrði lagður, og komist póstur yfir Svartá fyrir framan Hlíðarklif til að fara fremri leiðina, skilst mér hann muni eins komast yfir hana til að fara ytri leiðina.
Yfir höfuð verð ég að álíta að prestinum hefi mjög illa tekist að hrekja það, að farartálmar séu á fremri leiðinni; enda er það eðlilegt, því þessu getur enginn neitað. En sá farartálminn, sem hann virðist leggja mesta áherslu á, að sé á yrti leiðinni en ekki þeirri fremri, sem sé krókurinn, hann á í rauninni fremur við fram frá, ef nokkuð er.
Um leið og ég skilst við mál þetta, vil ég geta þess, að ég er fús að hlíta áliti skynsamra óvilhallra manna um það, hvor okkar síra St. hafi réttara fyrir sér, hvað málefnið snertir, en undir aðra eins sleggjudóma og mér finnst honum hafi þóknast að leggja á mig, gef ég mig alls ekki.
Gunnsteinsstöðum, 23. mars 1889.
P. Pétursson.